4.4.2004

Matargat

Komiði sæl. Sit hérna í stofunni heima og hlusta á The great gig in the sky með Pink Floyd. Djöfull er það geggjað lag. Á morgun hefst þriggja daga vinnuvika. Já, lífið er ljúft. Við sambýlingarnir höfðum það óvenjulega gott í gær. Vöknuðum reyndar þunn (ég endaði á svaka skralli á föstudaginn eftir miklar yfirlýsingar um hollara líferni og rólegheit...) en ég reddaði því með orkusjeik með berjum, bönunum, sojamjólk og klökum. Síðan hélt átið áfram þegar við fórum á Humarhúsið og fengum okkur yndislega humarsúpu og besta vatn sem við höfum smakkað (Það var ítalskt, ekki íslenskt). Kíktum síðan í Koló en það var verið að loka þannig að við ætlum aftur í dag. Átveislan hélt síðan áfram heima þar sem ég eldaði rósmarín sítrónu kjúkling. Algjört lostæti, ég er sko meistarakokkur!

Söngkeppni framhaldsskólanna átti síðan hug minn allan um kvöldið. Verð nú að segja að mig langaði helst að lemja þessa kynna. Þeir voru ekki fyndnir, sérstaklega mjónan. Ég var nokkuð sátt við úrslitin en var nú mest hrifin af gaurnum frá Akureyri sem söng Nights in white satin en hann endaði í öðru sæti. Hann gerði það fantavel og ekki skemmir fyrir að þetta er eitt uppáhaldslaganna minna. En stelpurnar í MH áttu þetta alveg skilið. Rosa skemmtilegur texti hjá þeim. Það voru nokkuð margir lélegir í þessari keppni. Áberandi lélegastur fannst mér gaurinn sem tók lag Heru, Itchy palms. Það var einstaklega vont hjá honum.

Jæja, ég ætla að skella mér í Koló og reyna að gera góð kaup.

Getraun dagsins (nýr liður í blibbinu, gæti orðið getraun vikunnar): Úr texta hvað lags er þessi bútur og hver er flytjandinn?

Holy Moses I have been deceived
Holy Moses let us live in peace
Let us strive to find a way to make all hatred cease
There's a man over there what's his colour I don't care

Verðlaunin eru leyndó...

Engin ummæli: