Páskafrí, here I come
Klukkutími í fimm daga helgi. Gæti ekki verið betra. Er að fara í matarborð í kvöld, annað kvöld og á föstudagskvöldið. Ætla síðan að skella mér í Keflavíkina góðu og hitta Mutti und Vati og Inga Þór sem er að koma í frí frá Manchester. Svo held ég að það séu miklar líkur á að Keflavíkurgengið haldi partý í bítlabænum sjálfum á laugardagskvöldið þannig að dagskráin er fullbókuð.
Mamma og pabbi gáfu mér voða fínan skenk úr IKEA. Hann er svona 60's, retro, hip&cool eitthvað. Svaka smart. Ætla mér að púsla honum saman sem fyrst til að fullkomna stofuna! Takk, elsku foreldrar!
Mig langar til að benda ykkur á heimasíðu Toshiki Toma, prests innflytjenda. Eins og þið hafið kannski tekið eftir hafa talsmenn innflytjenda og fleiri lýst yfir óánægju vegna nýs frumvarps um breytingu á lögum útlendinga. Atriðin sem óánægja ríkir yfir eru vel útlistuð á þessari síðu (fyrst á ensku, svo á íslensku). Svo er þetta góða fólk að safna nöfnum fólks sem er sammála gagnrýni þeirra. Endilega skoðið þetta og sendið nafnið ykkar ef ykkur finnst þetta frumvarp eins skítlegs eðlis og mér.
Annars segi ég bara gleðilega páska og passið ykkur á málsháttunum (Nói & Síríus virðast vera í einhverri niðurrifsstarfsemi þessa páskana...).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli