27.4.2004

Hálfþrítug kona og heilsufrík...

Þegar maður eldist (!) þarf maður óhjákvæmilega að fara að hugsa um heilsuna því ekki vill maður enda sem sjúklingur um sjötugt. Ég er hætt að reykja (en drekk þeim mun meira í staðinn:-/) og það gengur svona fjandi vel. Skil ekki hvernig mér tókst að leyfa sígarettunni að stjórna lífi mínu í öll þessi ár. Skil það ekki! Nú tek ég næsta skref og kaupi mér líkamsræktarkort. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem ég geri þetta en ég keypti mér árskort síðla árs 2002 og fór líklega ca. 12 sinnum í ræktina á þeim 12 mánuðum sem kortið gilti. Nú eru þó breyttir tímar: Eldri kona= ný kona! Við Alma höfum ákveðið að kaupa okkur 4 mánaða kort í Baðhúsinu á slikk. Það kostar einungis 10.000 kr. Ég er líka svo heppin að fá 1500 kr. líkamsræktarstyrk á mánuði þannig að kortið kostar mig bara bloody 4 thousand kroner! Svo er það bara að hvetja mig áfram. Hlauptu Kamilla, hlauptu! Lyftu Kamilla, lyftu! Jógaðu Kamilla, jógaðu!

Engin ummæli: