30.4.2004

Only the lonely

Á morgun flytja Anna og Freyr út. Við vissum öll að það hlyti að koma að þessu en þeim bauðst fín íbúð on the west side þannig að þau fara þó ekki mjög langt. Að mörgu leyti verður mjög indælt að verða ein í kotinu á ný en svo verður það líka ansi einmanalegt. Nú verðum ég og Hrólfur (brúðan mín úr the Muppets) bara að reyna að láta okkur líða vel saman. Þið gætuð kannski aðstoðað okkur yfir erfiðasta hjallann með því að kíkja endrum og eins í heimsókn en ég verð að segja ykkur að Anna og Freyr fá forráð yfir kaffivélinni góðu sem þeytir mjólkina á sinn einstaka hátt þannig að instant kaffi verður það eina sem þið fáið.

Nei, nei. Ég er glöð, svakalega glöð og í tilefni þess að það er kominn föstudagur ætla ég koma með smá músíkgetraun. Úr hvaða lagi er þessi textabútur og hver flytur?

Daddy, you've still got me and little Tommy
Together we'll find a brand new mommy
Daddy, daddy, please laugh again
Daddy ride us on your back again

Engin ummæli: