13.3.2004

Svefntruflanir

Ég las í Mogganum að Ísland trónir í efsta sæti Norðurlandanna yfir notkun svefnlyfja. Skrýtið. Ég hef nefnilega ekki nennu í annað í svartasta skammdeginu en að sofa. Ég hef þó verið að bögglast við svefntruflanir undanfarna daga. Á fimmtudagsnóttina fékk ég martröð. Ég reyndi að segja Hilmu frá henni áðan (við fórum út að hjóla, asskoti ferskar) en það gekk frekar illa. Það var alla vega draugur í henni, kona sem bjó undir stiganum. Hún skrifaði mér bréf og þetta var some freaky shit. Ég varð síðan svo logandi hrædd þegar ég vaknaði upp um nóttina að ég þorði ekki aftur að sofa. Hrökk alltaf upp þegar ég fann að ég var að loka augunum og sofna. Ég hef ekki fengið svona martröð síðan ég var krakki. Þá dreymdi mig að pabbi hefði verið að berjast við norn. Ég þurfti að sofa inni hjá mömmu og pabba í nokkrar nætur eftir þetta. Verst að ég bý ekki lengur hjá þeim:-( Ég held að ástæða þessarar martraðar sé ostur. Ég borðaði svo mikinn hvítmygluost á fimmtudaginn og held að þetta sé bara funky angi mjólkuróþols.

Í nótt var ég trufluð við ljúfan svefn. Í þetta skiptið var það síminn. Þá var það engin önnur en Brynja Magnúsdóttir blindfull á hinum enda línunnar. Klukkan var 4 og hún í sumó með ungum jafnaðarmönnum. Hún heimtaði að ég þyldi upp leikreglurnar í mexican og hætti ekki fyrr en ég gerði það. Þú ert one of a kind, Brynja!! Það er eins gott að það hafi verið gaman.

Í kvöld er árshátíð Röskvu og við Þórhildur verðum sjúklegar. Þemað er bleikt og ég setti á mig bleikt naglalakk. Svo keyptum við Þórhildur bleikan mellutrefil úr fjöðrum. Við ætlum að klippa hann í tvennt og hafa um hálsinn. Við erum líka í keppni um hvor okkar skilur hann eftir á frumlegri stað. Það er ananas í verðlaun!

Asskoti finnst mér Think tank með Blur góður diskur. Er búin að vera að hlusta á hann núna og lag nr. 13, Battery in your leg er alveg brilljantín. Rétt í þessu er ég að rifja upp kynni mín við Karate og er að hlusta á Unsolved. Rosa fínt líka, minnir mig alltaf á Inga Þór litla sæta bróður minn sem ég er einmitt að fara að heimsækja til Manchester 15. júní. Bloddy marvee!!

Engin ummæli: