11.3.2004

Sexið og fótabað

There is a god after all... Flestar mínar vinkonur vita að þegar Sex and the city er á dagskrá á fimmtudögum er ekki nokkur leið að fá mig út úr húsi. Nú fer tímabil fótabaðs og kósý kvölda af stað á ný. Jíbbí jalló!! Það er nefnilega heilagur siður hjá mér að eyða þessum kvöldum í að endurnæra lúnar tær og láta mig dreyma um ofgnótt af fallegum skóm, kokteila og glæsilega karla á hverju strái. Ef það er einhver sjónvarpsþáttur sem ég vil lifa í gegnum er það Sex and the city. Ég get varla hugsað til þess að þetta sé síðasta serían. Hvað gerist eftir Sex and city????

Engin ummæli: