No more frat
Haldiði að HÍ sé ekki bara aftur orðin fínn og skemmtilegur skóli þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar mínar um óvönduð vinnubrögð og skrifræðisbákn af djöflinum komið. Jú, jú, ég fékk póst í morgun þess efnis að allt væri komið í lag á útskriftarferli mínum úr HÍ. Það sem ég vil að er inni er inni og það sem ég vil að er úti er úti. Þannig að í dag gæti ég alveg hugsað mér að setjast einn góðan veðurdag aftur á skólabekk í þessum mjög svo fína skóla.
Í gær var liðinn mánuður frá því að ég drap í síðasta krabbameinsstönglinum. Það eru gleðifréttir.
Helgin var brill. Árshátíðin rosa flott. Ef það væri hallærislegur spurningaþáttur í sjónvarpinu sem héti Landsins bleikasta árshátíð hefði árshátíð Röskvu 2004 tekið þann þátt með stæl og dýfu. Ekki það að hún hafi verið hallærisleg, hún var bara mjög smart.
Nú ætla ég að fara að sinna fólkinu mínu í útlöndum. Það er kominn tími á bréf til þeirra. Gugga, Þórir, Ulla, Ingi Þór, Alda, Ósk og Sara, brace yourselves!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli