Ég og Anders Fogh...
Fékk svolítið skrítið símtal áðan. Maður að nafni Jóhannes hringdi í mig. Hann ku vera blaðamaður hjá Tímariti Víkurfrétta (keflvískt eðalblað) og hafði fengið tölvupóst þess efnis að Kamilla litla hefði verið að læra blaðamennsku í DK. Hann vildi ólmur fá að taka viðtal við mig enda er ég einstaklega góður viðmælandi. Svo sagði hann við mig að hann hefði líka frétt að ég hefði tekið viðtal við forsætisráðherra Danmerkur... What?! Nei, nei, nei, það var utanríkisráðherra Eistlands, Kristiina Ojuland, sú merka kona. Nú vil ég fá að vita, hver laug að þessum manni að ég hefði tekið viðtal við Anders Fogh Rasmussen?????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli