24.3.2004

Ég er ekki með röntgensjón

Einu sinni sá ég ógeðslega vel. Sannkölluð 20/20 vision. Nú eru þeir tímar liðnir og Kamilla þarf að fá gleraugu. Já, ég áttaði mig á því í matarboði hjá Dögg um helgina að ég er farin að sjá illa. Fór síðan í sjónmælingu á mánudaginn og komst að því að hægra augað er bilað en vinstra augað ekki. Svo hef ég verið að skoða gleraugu og er barasta í sjokki yfir því hvað þau kosta en eins og einn sölumaðurinn sagði: „jú, það er nú hægt að kaupa sér Trabant og líka Rolls Royce.“ Já, kæri vinur, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því en ég vissi bara ekki að trabantar eru fjandi dýrir líka. Svo er líka málið að ég vil ekki verða eins og listgagnrýnandi í Mósaík þannig að ég kaupi mér ekki skærrauð plastgleraugu sem ég fæ leið á eftir viku. Já, þetta er erfitt líf. Það er erfitt að vera sjónskertur, mjög svo erfitt...

Helgin var æðisleg og ég er enn að jafna mig. Damien Rice var yndislegur. Ég grét og hló og sussaði þar á milli á fullu strákana við hliðina á okkur. Við vorum reyndar mjög heppin og fengum að fara aðeins fyrr inn og fengum þ.a.l. rosa fín sæti og heyrðum í Damien í sándtékki. Ekkert slor skal ég ykkur segja. Stemmningin eftir tónleikana var frekar skrítin. Í fyrsta lagi vorum við á NASA og í öðru lagi vorum við (Við= ég, Anna, Freyr og Dögg) í andlegu ójafnvægi eftir tónleikana. Við vorum glöð og hress en samt hálfpartinn sorgmædd yfir að þessi fagurgali hefði nokkurn tímann hætt að spila. Tókum þess vegna bara nokkur dansspor (Freyr gerði orminn!) og drifum okkur út. Einhvern veginn ákváðum við að Apótek væri "the place to be" en það var nú bara bjórinn að tala. Ölstofan var síðan alveg off þannig að við fórum bara heim og elduðum (!).

Æ, nenni ekki að blibba núna. Minni bara á bjórkvöld Röskvu í kvöld á Stúdentakjallaranum.

Engin ummæli: