The golden oldies
Ég verð brátt gyllt gamalmenni. Hilma sagði við Ásdísi, systur Jóns Björns, að ég væri að verða 25 ára í næsta mánuði. Hún sagði vá. Ekki vá í aðdáunartóni heldur holy-shit-hvað-hún-er-að-verða-gömul-vá! Ásdís er n.b. 17 ára þannig að það huggar mig örlítið. Reyndar finnst Önnu og Dögg ég bara vera barn enda eru þær tveimur árum eldri en ég og mun lífsreyndari. Ég átti einmitt indæla kvöldstund með þeim og rauðvínsglasi í gær í nýju íbúðinni hennar Daggar. Umræðuefni kvöldsins voru frekar skrítin. Annars vegar Afríkuríki eins Guinea Bissau, Zimbabwe og Sómalía og hins vegar strákar. Strákar virðast alltaf poppa upp í góðra vina hópi.
Ég skála fyrir Frey því að hann reddaði mér og Dögg miðum á Damien Rice. Oh, hvað það verður indælt. Hlustaði einmitt á diskinn hans mér til upprifjunar og setti síðan Delicate á repeat, það er SVO fallegt lag. Ég las í Fréttablaðinu að Óli Palli muni mæta með plötusafnið sitt og spila eftir tónleikana. Það er nú bara ávísun á gott kvöld. Ég sakna þess einmitt þegar hann spilaði stundum á 22. Það voru ætíð ultra blast kvöld. Einu sinni dönsuðum við Særún svo mikið að hún missti niður um sig pilsið og rassvasarnir á pilsinu mínur voru komnir að framan hjá mér. Særún tók varla eftir að pilsið væri á gólfinu, fannst hún bara allt í einu mikið frjálsari:-D
Það er allt Keflavíkurgengið mitt að fara á All Tomorrow's parties og ég verð að segja að ég er abbó. Ekki nóg með að þau fái að hlusta á afbragðs músík heldur fá þau að hitta Inga Þór, Guggu og Öldu. Ég reyni að samgleðjast meira en að öfundast og segi því góða skemmtun, kids.
Ég setti inn slatta af nýjum og spennandi blibbum:
Aggi er fyndinn gaur í Röskvu. Mikill fótboltaunnandi og hefur m.a.s. að segja skrifað metsölubók um þessa áhugaverðu íþrótt.
Herra kjáni. Herra kjáni er sko enginn kjáni heldur sálufélagi minn þegar kemur að músík og Sex and the city. Það er reyndar svolítið langt síðan ég setti hann á tenglalistann en fannst ég bara verða að segja hvað hann er mikið æði.
Hrafninn flýgur. Hrafn er Röskvumaður og balletdansari. Hann er meyja og hefur gaman af börnum og ferðalögum;-)
Bomm í Beijing. Hún Fanney er auðvitað bara snillingur og þjónar fósturjörðinni í Kína. Á meðan stend ég vörð um Kópavogsdeild Rauða krossins.
Sara fjarstýring. Ég kýs að kalla hana Söru fjarstýringu vegna þess að hún er sú eina sem hefur reynst verðugur andstæðingur í baráttunni um fjarstýringuna í partýum. Hún er næstum því eins mikil frekja og ég, ég er bara sterkari;-)
Raddir Röskvu. Þetta er líklega stærsta blibbið (og hefur verið á tenglalistanum síðan í sumar) enda skrilljón manns sem skrifa inn á það, meðal annars Grétar hressi, Vala snillingur, Sólrún bleika, Alma sæta, Pétur getur, Enrique, Kristín Laufey lyfjamógúll og fleiri málóðir bandítar.
Svo eru auðvitað allir hinir á tenglalistanum merkilegt og sætt fólk en þið eruð væntanlega orðin vön þeim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli