26.3.2004

Skatturinn

Ég gerði skattskýrsluna mína í fyrsta skiptið á ævinni. Elsku mamma hefur alltaf séð um þetta fyrir mig en þar sem ég er víst orðin fullorðin er kominn tími á að læra þetta. Verð nú samt að segja að þetta var frekar niðurdrepandi skýrslugerð. Ég komst að því að ég á ekki neitt nema skuldir, bý í íbúð sem foreldrar mínir eiga og deili henni með hamingjusömu pari. Til að vega upp á móti þessari miður sjálfstæðu tilveru minni er ég með tvöfalt háskólapróf. Já, það er bara asskoti gott, verð ég að segja.

Ég varð fyrir peningarlegri vakningu á þriðjudaginn. Ég hlustaði á fjármálafræðslu hannaða fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla og varð margs vísari. Ég vissi til dæmis ekki að maður borgar vexti af yfirdráttaheimild sem maður er ekki að nota. Segjum að þú, kæri lesandi, sért með yfirdráttarheimild upp á 200.000 krónur en hún er ekki í botni, þ.e. þú ert bara með -100.000 krónur á reikningnum þínum. Þá borgar þú kannski 15% vexti (fer eftir tegundar reiknings o.fl) af 100.000 krónunum sem þú ert að nota en 6% vexti af 100.000 króna heimildinni sem þú ert ekki einu sinni að nota. Þannig að ef að fólk er að borga niður heimild ætti það að passa að það sé ekki með óþarflega háa heimild. It costs money.

Svo ætla ég aldrei að kaupa mér bíl nema ég eigi fyrir honum. Bílalán eru nefnilega af djöflinum gerð og ekki orð um það meir.

Eigið góða helgi og passið ykkur á yfirdrættinum.

Engin ummæli: