Sérlegur ráðgjafi
Ég verð að plögga smá. Gunnhildur Eyja og Fabri, vinir mínir, eru að fara að taka alfarið við rekstri Stúdentakjallarans. Þau hafa reyndar verið rekstrarstjórar þar í nokkurn tíma en nú munu þau sjá um allt heila klabbið. Ég heimsótti þau í gær á nýja „heimilið“ og aðstoðaði þau með íslenskuna á nýju heimasíðunni sem þau voru að búa til. Þar sem ég er þekktur stafsetningarnasisti þýddi ekki annað en að láta mig lesa yfir textann en Gunnhildur ólst nefnilega upp í Noregi og Fabri er ítalskur í húð og hár. Eina sem hann segir á íslensku er „skítastelpa,“ alla vega við mig;-) Ég er semsagt sérlegur ráðgjafi þeirra skötuhjúa og fæ að launum bjór. Hahahaha. Reyndar var mér að detta í hug að halda upp á 25 ára afmælið mitt á þeim indæla stað en það er ekki fyrr en í apríl... Spennó pennó.
Alla vega, Eivör Pálsdóttir er að spila á Stúdentakjallaranum á föstudagskvöldið og það er frítt inn. Tónleikarnir byrja kl. 21.30.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli