Bakið er að drepa mig
Er að upplifa bakverki í fyrsta sinn á ævinni. Stólinn í vinnunni er frekar skringilega stilltur og ég kann ekki að breyta því. Verð eiginlega að hringja þangað sem hann var keyptur og fá leiðbeiningar. Mér er m.a.s. svo illt að ég gat varla sofnað í gærkvöldi og ég get alltaf sofnað. Hundfúlt.
Ég horfði á Queer eye for the straight guy í gærkvöldi. Frábærir þættir en ég verð að segja að gaurarnir sem þeir breyta eru ekki nógu lúðalegir. Gaurinn í gær var til dæmis ekkert fashion disaster, bara týpískur kani myndi ég segja. Hann átti fína íbúð en það var bara rosa drasl í henni. Reyndar gerðu þeir allt voða smart hjá honum og svoleiðis en ég hefði viljað sjá meiri lúða og þ.a.l. meiri umbreytingu. Og ég veit að það er nóg af þeim þarna í U.S.A. Svo er annað, ætli það sé þörf á þætti sem heitir Queer eye for the straight gal? Ég get nú talið upp þónokkur kvenkyns fashion disasters eins og til dæmis Leoncie... Hvernig væri að taka tískulöggurassíu á hana?
Nú fer Lalli bróðir að koma heim frá Marokkó. Hann og familían eru búin að vera þar í næstum mánuð. Það verður auðvitað voða gott að fá þau heim en það þýðir að ég þarf að skila bílnum þeirra. Boo hoo! Ég er orðin allt of góðu vön, er ekki alveg að fara að meika strætó núna:-/
Eníhú, þetta sniðuga dót fékk ég frá Katrínu. Það er naumast hvað fólk getur látið silly hluti út úr sér:
*Það er ekki hundur í hettunni (það er ekki hundrað í hættunni)
*Það er ljóst hver ríður rækjum hér (það er ljóst hver ræður ríkjum hér)
*Þetta er ekki upp í kött á nesi (...ekki upp í nös á ketti)
*Mér er nú ekkert að landbúnaði...
*Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
*Þessi peysa er mjög lauslát...
*Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á als
eggi...(Geri aðrir betur...)
*Hann sló tvær flugur í sama höfuðið...
*...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg...
*Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér...
*Hann sat bara eftir með súrt eplið...
Þetta minnir mig á soldið fyndið. Muniði eftir Addicted to love með Robert Palmer? Já, rosa fínt lag. Einu sinni fór ég á einhverja síðu sem sérhæfir sig í því að birta texta við lög. Nema það að textarnir eru bara bull sem fólk heldur að sé rétt:
Smá brot úr Addicted to Love:
... dúdírúrírú... might as well face it, you're just a dick with a glove...
Hahaha!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli