Rassinn brennur
Vá, ég fór í ljós í gær á sólbaðstofuna bliss (smart nafn) og brann svona svakalega á rassinum. Ég á bágt með að sitja ég er svo brennd. Ég verð örugglega eitthvað skrítin í þessu partýi í kvöld. Stend bara allan tímann og gef frá mér eldrauðar hitabylgjur í allar áttir.
Við Anna erum að spá í að hefja feril sem skemmtarar. Við áttuðum okkur á því að það er lítið um konur á því sviði. Freyr er nefnilega að meika feitan bökk á skemmteríi um allan bæ. Hér með býð ég fram þjónustu okkar í samkomur nær og fjær. Meðal skemmtiatriða er búktal á dönsku, listrænn sorgardans og margt, margt fleira. Kannski að ég taki taki smá prufukeyrslu á prógramminu í partýinu í kvöld enda stóðu æfingar yfir í gærkvöldi þannig að þetta er mér ferskt í minni.
Eitt enn. Snillingsbróðir minn hann Ingi Þór er bara on the road to stardom í Manchester. Ekki nóg með sigurinn í Futuremusic í haust þar sem ykkar einlæg gólaði með honum heldur hefur lítið útgáfufyrirtæki augastað á honum. Þau nálguðust víst disk með músíkinni hans og vilja ólm „signa“ drenginn. Ú, beibí, beibí! Klöppum fyrir drengnum!
Ciao og góða helgi, beibís!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli