23.2.2004

Monday, Monday

Góðan og blessaðan daginn. Helgin liðin og ég mætt til vinnu fersk og reyklaus. Mér tókst að fara á djammið á föstudaginn og ekki reykja. Ég verð nú að viðurkenna að sjaldan hef ég verið jafn sjúk í smókinn. Mig langaði næstum að sleikja öskubakka, hmmm... En innri aginn kom að góðum notum og góða fólkið sem minnti mig á krabbamein, hósta og og þann sjúklega mikla pening sem hægt er að eyða í þetta rugl. Pakki á dag í eitt ár=189.000 kr, ha!!! Vá ég gæti keypt mér svo mörg skópör fyrir þennan pening. Alla vega, svo við snúum okkur aftur að föstudagskvöldinu. Anna var að fá nýja og fína vinnu og Dögg átti afmæli þannig að við borðuðum góðan mat heima hjá mér, Önnu og Freysa. Fórum síðan í þessum snjó twister niður í bæ og það var svona lala. Alma og Þórir komu síðan mjög svo edrú á Kaffibarinn en voru ofurhress að vanda. Kvöldið endaði síðan í Select í Öskjuhlíðinni og varð pylsa með kartöflusalati fyrir valinu. Jamm.

Ég man satt best að segja ekki hvað ég gerði á laugardaginn. Dagurinn er í móðu.

Sunnudagur var konudagur. Ég hef þá tilhneigingu að vera þriðja hjólið hjá skemmtilegum pörum. Hilma og Jón Björn eru auðvitað par nr. 1 en síðan eru Anna og Freyr að vinna sig upp hægt og sígandi. Á konudaginn vakti Freyr okkur Önnu með dýrindis morgunverði. Ég bara átti ekki til orð, var búin að gleyma hvað hitt kynið getur verið indælt. Svo þrifum við Anna hátt og lágt, skelltum okkur í sturtu og glansgallann og héldum í pönnsur hjá afmælisbarninu Dögg. Rosa fínt. Along came Polly varð síðan til að ljúka helginni. Asskoti fín mynd, ég hló og hló alla vega enda Ben Stiller alltaf sjúklega fyndinn.

Engin ummæli: