Það eru farin að birtast hár á undarlegustu stöðum...
Reyndar á ég bara við bifhárin en þau virðast hafa drukknað í reykingaslími síðustu 11 ár (11 ár!!! Sæjitt!!!). Þetta slím er nú óðum að leita að útgönguleið úr líkama mínum þar sem nikótíndjöfullinn býr ekki lengur þar. Anna hræddi mig skítlausa (það virkar kannski ekki alveg að þýða þetta bókstaflega úr enskunni) þegar hún sagðist hafa verið með svona skíta hætt-að-reykja-hósta í þrjá fokkings mánuði. En ég læt mig hafa það. Reyndar hef ég smá áhyggjur á því að hafa drepið samkvæmislíf mitt þegar ég drap í síðustu sígarettuni á mánudagsmorgun. Alla vega kvíði ég mjög svo fyrir helginni og ekki er það gott. Ef ég get ekki lifað fyrir helgarnar hvað á ég þá að lifa fyrir??????
Já, ég get alveg endalaust talað um þetta nýfundna reykleysi mitt. Reyndar hefur pirringurinn ekkert minnkað, jafnvel bara aukist. Ég fór í mat til Mutti und Vati í gær og ég held að ég hafi röflað stanslaust í henni móður minni allan tímann sem ég var þarna. Sorry, mútta og maturinn var æði pæði!
Í kvöld er það American Splendor. Freyr, my roomie, gaf mér tvö stykki boðsmiða (bless his heart...) og ég ætla að skella mér á þessa mynd sem fékk víst 96% á rottentomatoes.com.
Talaði við yndislegan bróður minn í gær. Við erum búin að ákveða að ég haldi utan í júní. Manchester, look out!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli