24.2.2004

Ég er engin bolla

Bolludagurinn kom og fór og ég tók varla eftir honum. Það voru allir í svaka bollufríki og átu árskvótann af rjómafylltum sultusprengjum á einum degi. Ekki ég. Mér finnst bollur vondar. Ekki kannski vondar en mér finnst þær ekki bútur af himnaríki. Frekar fengi ég mér kanilstykki eða kanillu eins og ég kýs að kalla þann ljúffenga bita. Ekki of sætt, ekki of blautt og ekki of mikið.

Ég er víst að fara að útskrifast. Já, ég hef verið í skóla frá sex ára aldri en nú loksins, á 25. aldursári, ætla ég að taka mér breik. Ég er sem sagt að fara að útskrifast úr viðbótarnámi í hagnýtri fjölmiðlun á laugardaginn. Svaka stuð... eða ekki. Ég ætla ekki að fara á útskriftina. Ég útskrifaðist seinast í júní 2002 og fór á blessaða athöfnina. Það var svo sem fínt en ekkert sem ég nenni að endurtaka, sérstaklega með svona stuttu millibili. Anna er nú samt að fara að útskrifast með B.A. og viðbótarnám þannig að því verður fagnað. Hún ætlar að halda kokteilboð, svaka fancy. Dress code og alles. Þetta verður bara eins og uber chick nacht hér forðum daga.

Svo verður svaka Röskvupartý á föstudaginn. Ég ætla sko að mæta hressust í það. Er m.a.s. að fara í klippingu á föstudaginn þannig að ég get verið smart og hress;-)

Engin ummæli: