10.12.2003

Spúaði næstum yfir eldhúsgólfið...

Hvað haldiði að hafi blasað við mér þegar ég kom inn í eldhús hér á Elmegade 23?! Forsíðan á jólaútgáfu Undirtóna 2003 hékk upp á ísskáp... með Ron Jeremy og "litla" vininum í öllu sínu veldi. Þarna munaði sko mjóu að ég kastaði kvöldmatnum upp. Þar skall sko hurð nærri hælum! Svo stendur Gleðileg jól á blaðinu. Hvað er eiginlega gleðilegt við Ron Jeremy á sprellanum?! Sýnið mér frekar Jude Law á sprellanum, þá tek ég upp gleði mína á ný.

Var að fá myndir úr framköllun. Ein filman samanstóð næstum alveg bara af myndum af mér, Ullu og Þórhildi á klóinu. Okkur fannst það mjg fyndið það kvöldið að eyða næstum heilli filmu í klósettmyndir og svei mér þá ef það er ekki bara asskoti fyndið. Ulla fór einmitt á sama klósett (sem er í skólanum hennar) og sá soldið sem við höfðum skrifað það kvöldið (hvorug okkar man þó eftir því, kannski að Þórhildur sé sökudólgurinn. Það stóð nefnilega, Þórhildur, Ulla and Kamilla were here. Hahaha. Er barasta að spá í að taka með mér túss um helgina... mark my territory, þið vitið.

Alla vega, ég spái því að um helgina verði ég ofurölvi, fari í sleik og máli bæinn rauðan. Krossið fingur, gott fólk;-)

Engin ummæli: