1.12.2003

Fótboltabullurnar á Lottesvej 3

Mér finnst alltaf vera fótbolti í sjónvarpinu. Alla vega eru strákarnir sem búa með mér, Allen, Allen, Sören, Rene, Morten og Pedro alltaf að horfa á þessa mjög svo leiðinlegu íþrótt. Ég myndi kannski skilja það að horfa á leiki með liðinu sem maður heldur með en að horfa á þá alla... það er bara svakalegt. Reyndar veit ég með hvaða liði þeir (flestir, Pedro er frekar hlutlaus enda frá Portúgal) halda með, nefnilega Bröndby. Þegar Bröndby spila fer Allen í nr. 4 alltaf í gulu treyjuna sína og svo sitja þeir við eldhúsborðið og öskra úr sér lungun þegar gula liðið skorar og bölva andstæðingunum í sand og ösku þegar þeir ná að skora mark. Ég mun seint skilja þetta. Ég man meira að segja þegar ónefndur sambýlingur minn horfði á fótboltaleiki ruglaða í sjónvarpinu. Ha?!

Engin ummæli: