3.12.2003

Ofsa er ég sæt núna!

Jæja, ég fór í heimsókn til Maríu Rósar og fjölskyldu í gær. Fór þaðan út nýplokkuð og södd. Það var indæl tilfinning. Ég hef ekki fengið almennilega máltíð í allt of langan tíma og það var svo næs að sitja bara og kjafta. Hlakka til að eiga svona ljúfa stund með fjölskyldunni á Vallargötu 22.

Í dag er miðvikudagur. Vika í Köben. Ég er löt. Neni ekki að vinna í þessari heimasíðu. Langar niður í bæ að skoða jólaljósin og skoða búðirnar. Er að spá í að láta þennan draum minn rætast. Ó, jess, beibí!!!

Engin ummæli: