1.12.2003

Þýfið er heima

Helgin búin og ein vika eftir af skólanum. Ein vika!!! Ég barasta trúi þessu varla.

Ég fór ekki á ballið. Við fórum reyndar á Social Club þar sem ballið var haldið en þegar ég heyrði að hljómsveitin var að spila Sólstrandargæjinn ákvað ég að þetta væri ekkert fyrir mig. Mér fannst bara voða spennó fyrst að ímynda mér fullt af Íslendingum á sama skemmtistað en áttaði mig svo á því að það er það sem koma skal þegar ég kem til Íslands... Í stað þess að fara á ballið fórum við bara á Sway en ekki án þess að taka bút af Íslandi með okkur. Sara hnuplaði nefnilega einu stykki íslenskum fána fyrir Kamillu, ungfrú heimþrá.is. Fáninn gekk þó í gegnum ýmislegt um kvöldið en hangir nú stoltur á geisladiskastandinum í herberginu mínu á Lottesvej 3.

Ég held að ég sé að verða gömul. Alla vega versna timburmennirnir með árunum. Ég eyddi þess vegna öllum laugardeginum í rúminu. Rétt meikaði að fara í Netto að kaupa í matinn. Vaknaði síðan eldsnemma á sunnudeginum og útbjó brunch fyrir mig og Halldóru. Síðan fórum við í bæjarferð að kaupa jólagjafir.

Rósa átti afmæli í gær. Til hamingju, elskan mín. Ég vona að þú hafir fengið sms-ið sem ég sendi þér.

Ég er voðalega ófyndin í dag eitthvað og veit ekkert hvað ég á að skrifa, best að slútta þessu þá bara. Ef þið viljið lesa eitthvað fyndið, tékkið þá á blibbinu hans Inga Þórs.

Bless.

Engin ummæli: