Margmiðlunarhelvíti
Vá, það er sko nóg að gera í skólanum núna. Við vorum að byrja í margmiðlunarkúrs og erum að læra á protools, imovie, flash og allt heila klabbið. Kúrsinn endar síðan á að við búum til heimasíðu og setjum allt dótið okkar frá Eistlandi inn á hana. Í dag er ég búin að vera að klippa efni sem við tókum daginn sem kosningarnar fóru fram í Eistlandi. Þetta er allt voða spennó og ótrúlega gaman en auðvitað hellings vinna. Kúrsinn er búinn 5. des og ég sé ekki alveg hvernig við eigum að gera þetta allt á svo stuttum tíma. Fyrir vikið verður samt tíminn voða fljótur að líða og áður en ég veit af verð ég komin til Kaupmannahafnar en þangað fer ég 11. des. Svo er það bara home sweet home þann 15. des.
Ulla kemur til mín um helgina. Það verður voða næs. Á laugardaginn förum við í afmæli til Sörens sem er með mér í bekk.
Jæja, ég verð að halda áfram að læra. Gengur ekkert annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli