Vikan frá helvíti
Nú upplifa nemendur á þriðja semester hér í DJH vikuna frá helvíti. Hluti af náminu hér er nefnilega eitt og hálft ár í starfsþjálfun og þau eru öll að sækja um á þeim stöðum sem þeim helst langar að vinna. Sumir eru búnir að fá inn, aðrir ekki og stressið er alveg að drepa fólk. Bettina, bekkjarsystir mín, þurfti m.a.s. að fara til Kaupmannahafnar í atvinnuviðtal í dag. Það eru þrír og hálfur tími með lest. Öll bestu plássin eru farin, eins og hjá Politiken. Hún Julie sem er með mér í bekk fékk einmitt plássið þar enda er hún þrusuklár stúlkan. Nafnið Julie minnir mig nú á annað, nefnilega þáttaröðina Nikolaj og Julie. Ég ætla nú ekki að fara mikið ofan í saumana á þessu vegna þess að ég veit að það er verið að sýna eldri þætti heima. Málið er bara að ég grenjaði og grenjaði yfir seinasta þætti sem var n.b. næstsíðasti þátturinn í þessari seríu. Þvílíkt og annað eins táraflóð hefur bara ekki átt sér stað hjá Kamillu litlu langa lengi vegna þess að þó sé vælukjói sem þjáist af heimþrá hef ekki grátið lengi. Ég sat uppi í rúmi og þurfti að hafa tissjú hjá mér til þess að drekkja ekki sjálfri mér í rúminu. Rúmið mitt minnir mig svo á annað, nefnilega það hvað ég er komin með leið á að búa í einu herbergi. Ég geri gjörsamlega allt inni í þessu herbergi og rykið sannar það. Í gær lenti ég í heldur óhugnanlegu atviki. Ég lá uppi í rúmi eins og svo oft áður og var að tala við hana Birtu mína sem var stödd á Heathrow flugvellinu. Allt í einu sé ég eitthvað hreyfast á peysunni minni. Mér brá auðvitað helling þegar ég áttaði mig á því að þetta var fokkings könguló. Hvernig hún komst þangað vil ég ekki vita en ég náði að skjóta henni í burtu og sá síðan ekki meira af henni. Ég vona bara að hún sé ekki í felum í einhverju skúmaskoti að skipuleggja hefndir. Höggið hefur verið nokkuð mikið fyrir svona lítið kvikindi þannig að kannski fékk hún bara heilahristing og man ekkert hvað gerðist. Ég vona það.
Það er allt að verða vitlaust út af hrekkjavökunni á föstudaginn. Partý út um allt. Föstudagsbarinn verður með eitthvað húllumhæ, Art, bekkjarbróðir minn, verður með pumpkin carving party og svo er svaka teiti á Börglum kolleginu þar sem Sara, Kjersti og Angela búa. Reyndar er Halldóra búin að bjóða mér í mat á föstudagskvöldið en kannski að ég nái að plata hana með mér eitthvað á vit ævintýranna.
Jæja, nóg af bulli frá í dag. Óver end át!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli