27.10.2003

pulsa með öllu

Það er aldeilis að listinn minn took us on a trip down memory lane. Mér er skapi næst að búa til annan en ég held að ég nenni því ekki.

Nú er kominn mánudagur og bara ein vika eftir af október. Þá kemur nóvember og þá get ég sagt: "Ég fer heim í næsta mánuði!" Það verður gaman. Mamma og pabbi hringdu í gær og sögðu mér frá gullbrúðkaupi ömmu og afa. 50 ár! Ætli ég eigi eftir að geta eytt svona mörgum árum með einum manni? Já, ætli það ekki. Mamma og pabbi eru búin að vera gift í 27 ár og eru still going strong.

Við Gugga áttum skemmtilegt sms tjatt á laugardagskvöldið. Ég sat með stelpum með mér í bekk á Bar Loco og Gugga og Thelma voru að horfa á Back to the Future í imbanum. Mér fannst það voða skemmtó vegna þess að sú mynd var líka á dagskránni hér í DK. Þá voru þær að horfa á danska stöð. Frekar svona had to be there djók... Fyrr um daginn hafði ég komist að því að sviðasulta er sheep-head jelly á ensku. Þetta fannst okkur voða sniðugt og við Halldóra fórum að segja bekkjarsystrum okkar frá hefðbundnum íslenskum mat. Súrsaðir hrútspungar, hákarl, þurrkaður fiskur og soðnir kindahausar. Stelpurnar voru alveg að fara að æla og grátbáðu okkur um að hætta. Síðan þá hef ég mikið hugsað um íslenskan mat. Ég er nú ekki mikill aðdáandi þorramats en íslenska pulsan/pylsan á hins vegar hug minn allan þessa dagana. Bæjarins bestu verða líklega fyrsta stoppistöð mín í nafla alheimsins, hinni einu sönnu Reykjavíkurborg.

Hvað jólin varðar held ég að hamborgarhryggur sé besta lausnin. Svín á aðfangadagskvöld og bróðir kjúklingsins, eins og yndisfagur bróðir minn kallar kalkún, á gamlárskvöld. Eru ekki allir sáttir við það? Ég minnist heitra umræðna hér á blibbinu í desember í fyrra. Matarval jólanna sundraði næstum fjölskyldunni minni...

Við Sara eyddum föstudagskvöldinu í rólegheitunum. Við fórum á Bazar Vest og fengum okkur schawarma og fórum síðan heim til mín og spiluðum skítakall og sos og hlustuðum á góða músík. Sara er með besta pókerfeis í heimi. Hún vann nefnilega í spilavíti í eitt sumar og lærði ýmislegt þar. Ekki það að maður þurfi sérstaklega á pókerfési að halda þegar maður spilar skítakall en þetta er bara innbyggt í hana Söru og svo er hún brilliant stokkari í þokkabót. Kann öll trixin á þeim bænum.

Ég var að byrja í nýjum kúrs í morgun, Stereotypes in journalism. Virðist ætla að vera mjög spennó og skemmtilegt. Kennarinn okkar heitir Lisbet Ravn og mætti í leðurbuxum í skólann í morgun, algjör töffari. Hún er örugglega um sextugt konan en hver segir að það sé eitthvað aldurstakmark á leðurbuxum??

Frábært að Rósa skuli ætla að halda upp á afmælið sitt 19. desember. Ég hlakka ekkert smá til!! Ingi Þór verður að vera kominn heim þá.

Jæja, ég kveð ykkur nú. Adios!

Engin ummæli: