Þessi fjandans listi...
Það eru allir að gera svona lista. Mér finnst rosa gaman að lesa þá en hafði ekki hugsað mér að feta í fótspor þeirra hugrökku og gera slíkan sjálf. Letihaugurinn í mér hvarf allt í einu og hef ákvað að reyna við þennan lista. Ég veit ekki alveg hvort hann nái upp í 100 en við sjáum til.
1. Ég heiti Kamilla og er dóttir Guðrúnar og Ingibergs.
2. Þau eru yndislegir foreldrar!
3. Eins og er bý ég í Árósum í Danmörku og stunda nám í blaðamennsku.
4. Ég fæddist í Keflavík en flutti 20 ára gömul til Reykjavíkur.
5. Ég var algjör frekjudolla sem barn (og er það enn...).
6. Þegar ég spurði pabba einu sinni hvort ég hefði talað mikið sem barn sagði hann að ég hefði verið algjört motormouth. Ég á ekki bágt með að trúa því.
7. Ég held að ég sé enn motormouth þó ég sé á þrítugsaldri.
8. Lengi vel hataði ég nafnið mitt, sérstaklega þar sem óprúttnir skólafélagar mínir uppnefndu mig Karamellu.
9. Í dag er ég mjög ánægð og þakklát foreldrum mínum fyrir að skíra mig Kamillu (enda í höfuðið á ömmu minni) en er ekkert sérstaklega fyrir karamellur.
10. Ég var mjög gáfað barn... Einu sinni lofaði pabbi mér 1000 kr. fyrir hverja tíu sem ég fengi (veit ekki um gæði þeirrar uppeldisaðferðar en hún virkaði á mig). Ég fékk 7 tíur og pabbi þurfti að punga út 7000 kr. sem voru miklir peningar á þeim tíma.
11. Afi minn (pabbi pabba míns) bjó hjá okkur þangað til ég varð tveggja ára en þá dó hann. Ég stal alltaf harðfisk frá honum. Á endanum þurfti hann ad fela hann og geymdi hann með rakspíranum sínum þannig að það komst alltaf upp um mig þegar ég var búin að gæða mér á þýfinu.
12. Ég bjó í sama húsi frá 6 mánaða aldri til 20 ára.
13. Ég elska það hús.
14. Í framhaldsskóla var ég ofvirk, var í leikfélaginu, nemendaráði en náði samt að dúxa (ég var líka gáfuð sem unglingur).
15. Í framhaldskóla voru, held ég, allir hræddir við mig. Ég var mjög ógnandi.
16. Ég hef linast með árunum (eða það vona ég alla vega).
17. Ég ætlaði mér alltaf að verða leikkona en er frekar ánægð að hafa gefið þann draum upp á bátinn. Ég hefði ekki meikað svoleiðis vinnu, allt of mikið stress.
18. Ég og bróðir minn slógumst eins og hundur og köttur sem börn. Við hættum að slást þegar hann fór að ráða við mig. Þá vildi ég vera vinir.
19. Í dag erum við góðir vinir þó svo að við getum kannski ekki búið saman.
20. Ég hef handleggsbrotið mig tvisvar sinnum (Ingi Þór hefur fótbrotnað tvisvar). Einu sinni var ég að príla inni í herberginu mínu og svo var það eitt skipti í leikfimi.
21. Stóri bróðir minn, Lalli og Amal, konan hans, eignuðust son í ágúst og ég hef ekki enn séð hann.
22. Mér finnst það sorglegt. Vala og Ásdís vinkonur mínar eignuðust líka börn sem ég hef ekki séð enn.
23. Ég á rosalega marga yndislega vini.
24. Ég sakna þeirra.
25. Ég þjáist af heimþrá á háu stigi.
26. Mér gengur illa að láta þennan lista vera í tímaröð og það pirrar mig.
27. Stór ástæða þess held ég að fullkomnunaráráttan mín.
28. Ein vinkona mín sagði einu sinni að áráttan jaðraði við einhverfu.
29. Það er fyndið og sorglegt á sama tíma.
30. Ég er búin að vera í skóla frá því að ég var sex ára.
31. Ég er komin með smá skólaleiða.
32. Samt kvíði ég fyrir því að fara út á vinnumarkaðinn. Held að ég höndli það samt vel.
33. Ég hef lent í ástarsorg.
34. Ég grenntist allt of mikið á þeim tíma.
35. Ég þyrfti á ástarsorg að halda núna... bjórinn tekur sinn toll.
36. Mér finnst graflax rosalega góður. Svo góður að ég hef tvisvar fengið graflaxsendingu frá Íslandi. Takk, mamma!
37. Mamma segir að leiðin að hjarta mínu liggi í gegnum magann. Ég held reyndar að það eigi við um alla í fjölskyldunni.
38. Bestu minningar mínar með fjölskyldunni minni tengjast eldhúsborðinu heima og sunnudögum.
39. Það á ekki bara við vegna matsins heldur yndislegu umræðanna sem hafa sprottið upp eftir matinn.
40. Ég sakna sunnudaganna á Vallargötu 22.
41. Ég er skófrík.
42. Ég held að ég eigi um 40 pör af skóm.
43. Það sama á við um jakka.
44. Í Reykjavík bý ég í yndislegri íbúð. Þar er baðkar. Þess sakna ég.
45. Ég hef ekki farið í bað í hálft ár.
46. En ég fer í sturtu á hverjum morgni.
47. Ég elska Sex and the city.
48. Við Hilma höfðum alltaf spes fótabaðs og sex and the city kvöld.
49. Ég elska góða músík.
50. Ég þakka pabba mínum fyrir gott tónlistaruppeldi.
51. Ég er með fæðingarblett á vörinni.
52. Ég er ekki ástfangin.
53. Ég vonast til að verða það einn góðan veðurdag.
54. Sá heppni verður ekki Dani.
55. Ég er komin með leið á þeim (Ekki túlka þessa setningu á vondan hátt.).
56. Síðasta bók sem ég las var The City of Glass eftir Paul Auster. Mér fannst hún góð.
57. Ég hef ekki enn séð Lord of the Rings: The Two Towers og ég skammast mín fyrir það.
58. Ég er að reyna að hætta að drekka kók. Man alltaf eftir því þegar Ágeir Erling (kennari minn úr grunnskóla) sagði okkur að hann hefði misst tönn og sett hana í kók í einhvern tíma og hún hvarf. Kókið át hana. Ógeð.
59. Ég man líka þegar Magnús nokkur Scheving talaði um hversu hundgamalt kjötið í Sómaborgurum væri. Ég þakka honum fyrir að hafa aldrei smakkað þann viðbjóð.
60. Þótt ég hafi aldrei smakkað Sómaborgara hef ég oft fengið mér McDonald's. Hvað ætli Magnús myndi segja um kjötið þar??
61. Ég á þriggja gíra hjól.
62. Ég er ekki nógu dugleg að hjóla á því núna. Mikið um brekkur hér í bæ.
63. Ég algjör vælukjói.
64. Ég hef tárast yfir auglýsingu.
65. Ég tengi tónlist mikið við tilfinningar.
66. Sjónin mín versnar dag frá degi.
67. Ég vil ekki fá gleraugu.
68. Mér fannst voða gaman að púsla þegar ég var krakki.
69. Ég hef ekki púslað í mörg mörg ár.
70. Ég var matvönd einu sinni. Er það ekki í dag.
71. Ég var svo slæm að ég heimtaði alltaf alvöru kartöflumús en ekki eitthvað pakkadrasl. Ég held að ég hafi séð um að gera mömmu mína gráhærða.
72. Ég var mikill barnapía á yngri árum. Passaði Daníel og Stefán frændur mína í mörg ár (ekki þó stanslaust:-)). Mér finnst þeir eins og bræður mínir.
73. Einu sinni var ég í flugvél og fékk matinn minn. Á bakkanum var eitt stykki vínber eða svo hélt ég. Ég stakk því upp í mig og komst að því að það var ólífa. Mér finnst þær ekki góðar.
74. Seinna meir fattaði ég að maður fengi aldrei bara eitt vínber með mat. Jafnvel þó það væri flugvélamatur.
75. Ég er stafsetningarnasisti.
76. Ég vona að það séu engar villur á þessum lista.
77. Ég ætla að double-check-a á eftir.
78. Ég vildi að ég kynni að spila á gítar.
79. Ingi Þór reyndi einu sinni að kenna mér en ég hafði ekki næga þolinmæði og við urðum bæði pirruð.
80. Ég er ekki mjög þolinmóð manneskja.
81. Ég var einu sinni í hljómsveit sem hét Kynóða Konfektið.
82. Engin af okkur kunni á hljóðfæri.
83. Ég lærði einu sinni á píanó en hætti þegar ég komst á gelgjuna.
84. Ég skammaðist mín fyrir pabba minn þegar ég var í 9. bekk. Hann skutlaði mér og Hildigunni einu sinni á opið hús og keyrði alveg upp að skólanum og byrjaði að flauta. Okkur var ekki skemmt.
85. Ég held að hann hafi vitað að okkur fannst hann ekki töffari.
86. Í dag kalla ég hann daddy-cool og hann ber nafn með rentu.
87. Ég var ekki par ánægð þegar mamma ákvað, á fimmtugsaldri, að fara í framhaldsskóla.
88. Í dag er ég rosalega stolt af henni, enda hlaut hún hagfræðibikarinn.
89. Ég er að verða fullorðin, ég finn það.
90. Ég er ekki sæt á fermingarmyndinni minni.
91. Ég held að það sé ekkert skrítið, hver er sætur á þessum tíma?
92. Ég get ekki spilað kleppara vegna þess að ég verð svo taugaveikluð af því.
93. Mér finnst hins vegar æðislega gaman að spila kana.
94. Ég er svolítið mikið að rembast núna við að klára þennan lista.
95. Ég vona að þið hafið gaman af honum.
96. Það tók mig dágóðan tíma að gera hann.
97. Ég verð að hætta að reykja vegna þess að Vala sagði mér að sígarettupakkinn heima kostar rúman 500 kall.
98. Ég held að það sé samt ekki besta ástæðan til að hætta.
99. Vá, núna langar mig í sígarettu.
100. Já, þetta get ég. Bjóst bara við að ég næði upp í 50...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli