Skrifa, skrifa, skrifa
Jæja, þetta verður stutt. Ég er komin aftur til Árósa og komin með þráðlausa nettengingu hér í skólanum þannig að ég nenni alveg að blibba núna með yndislega íslenska lyklaborðinu mínu. Kaupmannahöfn var æði. Við gerðum alveg hellings og vorum alltaf drulluþreytt en samt var þetta gott. Núna er ég á fullu að skrifa greinar. Var að klára grein um hlutdrægni í fjölmiðlum og erlendan fréttaritara Politiken, Anders Jerichow. Nú þarf ég að byrja á grein um Zentropa og ég er ekki alveg viss hvaða sjónarhorn ég á að velja.
Í gær eyddum við öllum deginum með háttsettum manni innan danska hersins, nefnilega honum Lars Möller (einmitt!). Hann mætti í fullum skrúða og svo töluðum við um samsæriskenningar og svoleiðis spennó dót. Á morgun þarf ég síðan að skrifa grein um það.
Svo er bara stutt að ég fari til Eistlands, rétt rúmar 2 vikur. Það verður gaman. Reyndar var ég að skoða dagskránna og okkur verður þrælað út eins og venjulega.
Vá, ég notaði alla orkuna mína í að skrifa þessa grein áðan. Á ekkert eftir handa ykkur. Gotta go!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli