17.7.2003

Sviti, sviti, sviti

Það er svo heitt. Ég er svo sveitt. Það var erfitt að vinna. Það var svo heitt. Það var erfitt að hjóla heim. Það var svo heitt. Það var erfitt að labba upp stigann. Það var svo heitt. Það var ljúft að fara úr skítagallanum og spranga um á naríunum. En það er samt svo heitt!

Ég ætla samt ekki að kvarta. Ég er búin að vera að bíða eftir sumrinu þannig að það er eins gott að taka því fagnandi. Fanney Grænlandsvinur er stödd hjá mér núna. Hún missti vitið í búðunum og ég hyggst gera það sama á næstu dögum. Ég og Brynja yfirgáfum hana reyndar í gærkvöldi til þess að fara á einhvern kynningarfund hjá Landmark Forum. Þetta er eitthvað dótarí sem Martin bauð okkur á. Námskeið sem á að gera fólki kleift að uppgötva bla bla bla. Það var svona nokkurs konar Oprah Winfrey stíll yfir þessu. Fólk að segja reynslusögur og allir að klappa. Það var franskur gaur sem hélt utan um þetta og talaði og talaði. Hann var með svo frábærlega fyndinn hreim. Hann minnti mig svo á Pepe Lepoo. Muniði eftir honum? Franski skrípóskunkurinn... Þetta var alla vega svona fundur til þess að auglýsa námskeið sem verður haldið í október. Það var margt gott sagt þarna en samt er ég mjög skeptísk á svona lagað. Er þetta ekki bara allt kommon sens? Er hægt að breyta lífi sínu á 3 dögum? Ég held ekki en trúi samt að þetta geti hjálpað sumum, bara ekki öllum. Pakkalausnir eru draumórar. Fundurinn fékk mig samt til að hugsa um óleyst mál sem ég á við ýmist fólk úr fortíðinni. Af hverju er maður að hanga yfir einhverju sem gerðist fyrir svo löngu? Hvað hefur maður upp úr því? Sem sagt, allt drals úr fortíðinni bara beinustu leið í andlegu ruslafötuna... Ég er ný manneskja;-)

Ég ætla í sturtu, svo í bæinn, svo...

Engin ummæli: