Ekkert...
Kemur ekki einhvern tímann að því að maður hefur ekkert að segja? Jú, ég held það. Ég held að dagurinn í dag sé dagurinn þar sem ég hef ekkert að segja. Alla vega ekki mikið...
Það er demba úti og ég var svo gegnsósa þegar ég kom heim úr vinnunni að... að ég bara veit ekki hvað! Sit núna og hlusta á Madonnu. The early years, nota bene. Ekkert vit í öðru. Hún er nú gangandi dæmi um íkon sem hefði átt að hætta á toppnum. Djöfull er nýja stöffið hennar mikið prump. Þegar hún byrjar svo að rappa þá gæti ég ælt. Gamalt er gott. Nýtt er vont. Alla vega í tilfelli Madonnu. Nú er er komið lag með Mazzystar á playlistanum mínum. Ljúft!
Fanney fór í morgun. Hún kom við hjá mér á leiðinni heim frá Grænlandi. Ég græddi á henni áfengi, sígarettur og nammi;-) Ég veit satt best að segja ekki hvað konan er að reyna að gera mér. Nei, annars, takk fyrir komuna, Fanney mín. Þú ert alle tiders! Við fengum okkur einmitt besta ís í heimi í gær. Ísinn fæst í ísbúðinni Paradis á Sankt Hans Torv. Ítalskt gúmmelaði. Svo gott. Ég var svo gráðug að ég fékk mér 3 kúlur. Ein bragðtegundin var lakkrís og ó, mæ god. Bútur af himnaríki þar á ferð. Vá, ég fæ alveg vatn í munninn.
Jæja, ég hef samt ekkert að segja. Þannig að... Ekkert!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli