Jazz í garðinum
Ég varð vör við sjaldséða ásjónu sumarsins í dag, svei mér þá. Kaupmannahöfn hefur nefnilega verið höfuðstaður skítaveðurs undanfarnar allt of margar vikur. Ég var hreinlega farin að örvænta. Sólin lét samt sjá sig og við Brynja fórum í Kongens Have og hlustuðum á jazz. Ég sofnaði meira að segja í grasinu og þá er sko mikið sagt um mig. Ég hef nefnilega aldrei getað sofið neins staðar nema undir sæng uppi í rúmi. Í þau skipti sem ég hef flogið til Bandaríkjanna hef ég ekki sofið dúr. Ég hef alltaf öfundað fólk sem hefur getað sofið í bíl, rútu, flugvél og bara hvar sem er. Fyrsta skrefið var tekið í dag með að sofna í garðinum. Reyndar var þetta ekki ljúfur svefn en svefn none the less. Ég held samt að málið sé frekar að ég get ekki sofið sitjandi. Anyhow...
Í dag hefur heimskulegum keðjubréfum rignt inn á hotmailið mitt. Alveg merkilegt hvað fólk er tilbúið til að gera fyrir aur. Það er fyndnasta er að fólk trúir þessu ekki en þorir samt ekki að taka sjénsinn. Það gæti eitthvað gerst. Yeah, right!!
Er að hlusta á Times like these með Foo Fighters. Þetta er acoustic útgáfa og svona líka bloody marvee! Svo er Wild horses (Gamla Stones lagið) í flutningi Mazzy Star tíður gestur í Milluspilaranum.
Ég er búin að finna mér nýtt áhugamál. Var að uppgötva strák sem býr á móti mér. Hann er með tvo plötuspilara úti í glugga og stendur þar tímunum saman eitthvað að bardúsa. Það er nú samt ekki aðalmálið. Hann er alltaf ber að ofan. Mér er farið að líða eins og öfugugga en ég kemst ekki hjá því að kíkja. Svona er nú hið mannlega eðli. Kannski ætti ég bara að búa til plakat og skrifa á það: Halló, halló. How you doing? Já, einmitt. Það er alveg eitthvað sem ég myndi gera eða hitt þó heldur. Við skulum nú samt sjá hvað setur. Kannski geri ég einhverja gloríu...
Jæja, klukkan er orðin 21.30 og ég ætla að skella mér í háttinn vegna þess að ég er áttræð...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli