Stolt siglir fleyið mitt...
Já, ég er risin upp frá bloggdauða. Nýtt hjól, ný manneskja! Jebb, Kamilla litla er komin á nýtt hjól þar sem illræmdir þjófar stálu hjólinu hennar (Inga Þórs réttara sagt:-/) og fluttu það örugglega til Póllands. Þar verður Icefox fákurinn aðal. Ef það er eitt sem er ekki hægt að vera án í Kaupmannahöfn þá er það hjól. Asskoti er leiðinlegt að taka strætó út um allar trissur. Á morgnana kemur hann til dæmis oft og iðulega of snemma þannig maður þarf að taka honum með góðum fyrirvara. Svo er þetta svo rosalega tímafrekt. Miklu, miklu betra að vera bara á hjóli. Ég er alla vega sátt stúlka núna á svarta þriggja gíra kagganum mínum. Bretti, bögglaberi og bjalla. Allt sem ég þarf til að þykjast vera "local." Svo er rosa þægilegt að hjóla á fáknum, fínn hnakkur. Þetta er líka dömuhjól (já, ég er dama!) og passar mér. Þótt að Icefox hafi verið yndislegt hjól var það pínku of stórt á mig og hnakkurinn alveg morð. Ég mun sakna þín, elskan. Vonandi fær einhver decent krimmi að eiga þig. Það er samt ótrúlegt hvað hjól eru dýr í Danmörku. Maður hefði nú haldið annað vegna þess að nóg er af þeim hér. Nei, nei. Notuð hjól á minnst 15.000 iskr og ég fékk mitt á 24.000 kr. Glænýtt. Vá, hvað ég er búin að tala mikið um hjól núna. Alla vega, skamm á krimma sem stela hjólum og láta Kamillu næstum fá hjartaáfall. Ímyndið ykkur mig að labba út úr byggingunni minn klukkan 5.40 á föstudagsmorgni til þess eins að sjá að hjólið var horfið. Ömurleg tilfinning. Ég þurfti auðvitað að taka strætó og kom hálftíma of seint í vinnuna. Bla, bla, bla!
Ég skrifaði bréf í dag. Ég segi ekki hvern það er stílað á en það verður bréfarigning á næstunni. Fanney gaf mér svo æðislega tacky bréfsefni áður en ég fór út og ég verð barasta að nýta það. Svo er líka svo gaman að fá bréf. Reyndar verður ekkert mikið um fréttir vegna þess að nánast (já, ekki alveg) allt sem ég geri fer inn á blibbið. Bréf eru samt svo persónuleg og yndisleg og þá er líka hægt að segja meira en maður gerir á blibbinu. Þannig að... Brace yourselves. Ég er samt ofurbjartsýn núna og kannski á ég síðan ekkert eftir að nenna þessu. Ég held samt að það verði gott veður á morgun og þá ætla ég í garðinn og bréfsefnið verður með í för.
Marta yndisfagra ætlar að koma til Kamillu sinnar 25. júlí og vera eina helgi. Það verður æði en líka sorglegt vegna þess að það verður síðasta helgin mín í Kaupmannahöfn. Mér finnst soldið leiðinlegt að þurfa að fara héðan rétt þegar ég er að komast almennilega inn í allt. En það verður örugglega frábært í Árósum. Fínn skóli og fullt af fólki sem ég á eftir að kynnast.
Takk fyrir though love, Marta mín. Þú ert alltaf manneskja til að sparka í rassinn á mér (þetta er hrós, my love). Stundum er maður bara mjög sjálfselskur en svo er það líka bara í lagi stundum. Hvern annan er maður að lifa fyrir en sjálfan sig? Ég hafði bara ekki ímyndað mér sumarið svona. Það að lifa fyrir helgarnar hélt ég að væri séríslenskt fyrirbæri en svona er það að verða hjá mér. Ég er drulluþreytt alla vikuna og svo kemur föstudagur og ég svona: "Vúúúííííí!" Legg mig kannski smá og fæ mér síðan í glas um kvöldið en er það mikill hænuhaus eftir vinnuvikuna að ég verð bara bóngj... Reyndar var síðasta helgi ekki svona. Fór út með Rósu, Halla Valla og Sigrúnu. Það var rosa gaman. Æðislegt að fá að vera með þeim vegna þess að ég á ekki eftir að hitta þau aftur fyrr en um jólin. Fórum á Riesen og Ideal Bar. Rosa gaman. Bara ljótir gaurar þó. Hvar eru allir þessir fallegu karlmenn sem ég var alltaf að sjá? Eru þeir að forðast mig? Mig? Ég sem er svo sjúkleg;-)
Alla vega, ég er komin aftur í blibbið. ...Blibbaðu beibí (sungið eins og bömpaðu beibí...)...
Kiss, kiss
allimaK
Engin ummæli:
Skrifa ummæli