Heatwave
Það er von á hitabylgju, jibbí jei. Það á víst að verða 30 stiga hiti í næstu viku. Verður það samt ekki bara morð? Ég veit alla vega að það verður morð að skrúbba skítaklósett í 30 stiga hita. Sæjitt! Núna var ég að koma úr vinnunni og er á leiðinni í garðinn, þriðja daginn í röð. Það er svo ljúft að liggja bara og grilla sig. Ég hef reyndar aldrei haft þolinmæði fyrir sólbaði en þetta er hægt og sígandi að koma. Bráðum verð ég eins og kellan í There's something about Mary, bara yngri útgáfa...
Nú eru bara þrjár vikur þangað til ég fer til Árósa og ég ætla að nýta þær vel.
Ég horfði á The Neverending Story í gærkvöldi. Ég var búin að gleyma hvað ég elska þessa mynd. Ég gerði ekki annað en að fá gæsahúð og klappa, svo táraðist ég bara smá... Ég er nebbla algjör vælukjói. Ég græt til dæmis alltaf yfir The Shawshank Redemption (topp 10 hjá mér). Ég hef séð hana svona tíu sinnum en alltaf flæða tárin. Einu sinni horfði ég á hana með pabba og Inga Þór. Þegar fór að heyrast í mér sjúga upp í nefið sagði pabbi: "Jæja, þá byrjar hún!" Ekki nóg með að vera vælukjói heldur er ég fyrirsjáanlegur vælukjói. Ég hef meira að segja grátið yfir hálftíma löngum gamanþáttum og tárast yfir auglýsingum. Hmmm... Er ekki annars voða hreinsandi að gráta?
Martin er að fara að halda strákapartý hér á morgun. Kannski ætti ég bara að hanga yfir þeim og vera eina stelpan...
Er andlaus. Nenni ekki að blibba. Kannski allt þetta hlandmaus. Er að gera mig... (hvað rímar við blibba?). Hey, ...kannski allt þetta hlandmaus sé að gera mig að vibba... (aka viðbjóði)...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli