21.7.2003

Goodbye Copenhagen! Hello Aarhus!

Ég var rétt í þessu að festa kaup á miðum til Árósa. Brottför er 2. ágúst kl. 13.00 að staðartíma. Spennó! Brynja, yndið mitt, ætlar að vera svo góð að koma með mér þar sem ég er með helling af farangri, þ.á.m. yndisfagurt hjólið mitt. Ég er bara farin að hlakka til. Vúúúúíííí!

Ég fékk myndir úr framköllun áðan og er ég skoðaði þær uppgötvaði ég hvað ég hef átt yndislegt sumar hér í Kbh. Ekki það að ég hafi ekki vitað það en þetta staðfesti grun minn...

Undanfarin vika hefur að mestu farið í vinnu, sólbað og djamm. Á föstudagskvöldið fór ég með Þórhildi í Tivoli að sjá Kool and the Gang. Við vorum rosa spenntar en urðum vægast sagt fyrir vonbrigðum. Málið er að enginn af upprunalegum meðlimum bandsins er eftir í því, enda líklega allir orðnir gamlir skarfar. Þannig að þetta var bara eitthvað popp, ekki eðalfönk eins og ég hafði búist við. Sumt var ágætt en annað alveg off. Við kláruðum þó tónleikana (tómleikana) og fórum svo heim til Tóta, vinar Þórhildar. Sátum þar aðeins og spjölluðum og fórum svo á Risen. Riesen var gjörsamlega uppspretta fallegra karlmanna það kvöldið en við Þórhildur stöndum fastar í þeirri trú að nærvera Tóta hafi spillt aðeins fyrir okkur. Enginn nálgaðist okkur þrátt fyrir ólýsanlega fegurð okkar og útgeislun! Svo var ferðinni heitið á Ideal Bar (Þetta er orðin venja mín allar helgar. Riesen og Ideal Bar. Kaffibarinn og Ölstofan...). Við sátum þar í smá stund en ákváðum síðan að fara heim til mín, öll þrjú. Þar sem við vorum bara á einu hjóli tókum við leigubíl heim til Þórhildar og hún náði í eitthvað dót. Svo hjóluðum við öll heim saman á mínu hjóli! Já, fákurinn stendur sko fyrir sínu. Þórhildur á bögglaberanum, ég á hnakknum og Tóti hjólaði. Við vöktum mikla lukku gangandi, hjólandi og keyrandi vegfarenda en ég skil ekki enn hvernig við gátum þetta... Svo fórum við heim til mín, kjöftuðum aðeins og sofnuðum síðan bara. Klukkan 10 morgunin eftir bankar Martin á hurðina mína. "Kamilla, má ég opna?" "Já, hvað viltu?!!!" Hann opnar hurðina og þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum. Sprenghlægilegt! "Ó, ég vissi ekki að þið væruð svona mörg hérna..." Hahaha. Hann hefur örugglega haldið að við hefðum átt eina heljarinnar nótt saman. Tvær stelpur... draumur hvers karlmanns... eða hvað? Alla vega, hann segir okkur að það sé fólk að koma að skoða íbúðina eftir nokkrar mínútur og að við verðum að fara á fætur. Maðurinn gat ekki drullast til að láta mig vita fyrirfram að ég þyrfti að vera vöknuð kl. 10 á laugardagsmorgni og það voru sko ekki margir tímar síðan við höfðum farið að sofa. Djöfull var ég fúl út í hann og ég lét hann sko heyra það. Enda fór hann alveg í kleinu og vildi allt fyrir mig gera það sem eftir lifði dags. Það endaði með að greyið Þórhildur og Tóti þurftu bara að hypja sig heim og ég fór að sofa í rúminu hans Martins þar sem ástæða þess að fólkið var að koma var herbergið mitt. Asskoti fúlt. En ég fékk svefn og reyndi síðan að fara á djammið um kvöldið. Og viti menn! Það tókst. Reyndar með herkjum en samt. Fórum á Riesen og Ideal Bar aftur en það var svo heitt að við meikuðum ekki að vera þar. Kvöldið endaði bara tiltölulega snemma... eða þannig...

Það er skýjað í dag og ég er bara nokkuð sátt við það. Gott að fá smá hvíld á sólinni og hitanum. Reyndar er drulluheitt... Ég ætla í sturtu og reyna síðan að gera eitthvað af viti. Ciao!

Engin ummæli: