22.6.2003

Tears on my pillow

Dagskráin fyrir Hróarskeldu er komin og mig langar til að væla!!! Ég missi af The Doves, Kashmir, Beth Gibbons, Blur, Outlandish, Cardigans, The Sounds, The Hellacopters, The Datsuns, Queens of the Stone Age, Yo la tengo, Massive Attack, Bonnie 'Prince' Billy og Björk. Kill me! Kill me now!!! Þetta er hræðilegt... Reyndar verð ég að segja að ef ég væri ekki að fara að vinna á Hróarskeldu myndi ég ekki fara. Ég á nebbla ekki mikla monninga. Ég verð bara að gera gott úr þessu. Svo er líka hellingur sem ég á eftir að sjá. Já, já. Þetta verður bara fínt. Það spáir reyndar rigningu þannig að ég þarf að festa kaup á stígvélum. Þetta verður bara bloody marvee.

Þrátt fyrir mikla hæfileika mína til að krydda upp á leiðinlega hluti er engin leið fyrir mig til að fegra gærkvöldið. Ég fór í matarboð til Ullu og fékk reyndar mjög góðan mat og það var fínt að sitja og spjalla. Svo tók helvítið við... Ein átti VIP miða á eitthvað MTV dót á Pappahotel. Við ákváðum að skella okkur á þetta og höfðum í raun miklar væntingar. Svo komum við þangað og ó mæ god. Astró calling!! Þetta var horror. Við fengum welcoming drykk sem bragðaðist eins og vatnssull með rauðum matarlit. Við ákváðum að gefa þessu sjéns en það var bara ekki hægt. Endaði með að við fórum bara heim í drullufýlu yfir að hafa eytt pening í svona bull og vitleysu.

Engin ummæli: