Vitsmunaleg gæði blibbsins
Ég fór allt í einu að efast um blibbið mitt. Ég veit að það hefur hátt skemmtanagildi vegna þess að ég er svo fyndin og frábær (og greinilega egótísk líka). Ulla sagði við mig um daginn að við systkinin hefðum þann hæfileika að láta smávægilegustu og leiðinlegustu hluti hljóma fyndna og spennandi. Hún kann auðvitað ekki að lesa íslensku en ég hef nokkrum sinnum þýtt upp úr blibbum okkar Inga Þórs fyrir hana. Alltaf þegar við gerum eitthvað skemmtilegt (sem er kannski ekki svo oft miðað við ofangreindar upplýsingar) segir hún: "Þetta verður að fara á blibbið." Já, hvað um það. Ég efast um vitsmunalegt gildi blibbsins míns. Stundum þegar ég les annarra manna blogg fæ ég netta minnimáttarkennd. Það eru allir pæla voða mikið. Nú ætla ég bara að segja frá því að ég er pælari líka. Ég hugsa mikið!! Málið er hreinlega bara að þegar ég sest fyrir framan tölvuna man ég ekki hvað ég var að pæla. Þá skrifa ég bara um daginn minn eða kvöldið mitt. Það er auðvitað bara fínt líka en ég vildi segja fólki sem þekkir mig ekki nema í gegnum þetta blibb (ef það eru einhverjir... held það samt og segi halló) að ég er pælari. Mikill pælari. Ég pæli og pæli og pæli. Svo bara gleymi ég því þegar ég sest fyrir tölvuna.
Ok, ég er farin að pæla. Nei, hef ekki orku í að pæla í dag. Vill bara láta mata mig. Hugsanaleysi verður þema dagsins.
Svo var ég líka að pæla. Hilma, ertu ekkert búin að vera að lesa blibbið? Færslunar um Hilmu klikk voru sérstaklega tileinkaðar þér. Frá þér kemur samt ekki bofs. Ég krefst kommentínós!
Superbrugsen kallar. Food is waiting to be bought and then eaten...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli