23.6.2003

Ég er hreingerningarmaskína (hvort sem mér líkar betur eða verr)

Við Raggaló þrifum 50 herbergi í dag (Fyrir þá sem ekki eru kunnugir hreingerningarbransanum er það asskoti mikið!). Það var varla að maður gæti pústað inn á milli svo mikið var að gera. Það eina sem heldur mér gangandi er sú staðreynd að þetta verður ekki ævistarf mitt. Ég vinn bara út júlí og fer svo til Árósa í einn virtasta blaðamannaháskóla á Norðurlöndunum. Þá fer ég að meika það. Þó að ég sé að meika það hjá henni Hilmu minni (ágætt að hafa svona danskan staðgengil, (alvöru)Hilma mín. Hún minnir mig á marga vegu á þig;-)) á þetta hreinlega ekki við mig. Þið sem þekkið mig vitið hversu mikill snyrtipinni ég er... Í dag þreif ég svo mörg kúkaklósett að ég labbaði á milli herbergja og kúgaðist bókstaflega (ég pikkaði óvart fyrst kúkaðist sem á í raun við hér þó það sé ekki orð. Ný sögn hjá mér: Að kúkast= Að skúra á elliheimili og langa til að æla í hvert skipti sem klósett er skrúbbað þar á bæ). Svo svaf ég svo illa í nótt. Sofnaði varla vegna þess að ég var að hafa áhyggjur af peningum. Vaknaði síðan um miðja nótt og hélt ég væri búin að sofa yfir mig. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég varð síðan ánægð þegar ég sá hvað klukkan var og gat sofið lengur.

Alla vega, blibbið mitt á sko EKKI að snúast um vinnuna mína þó svo að hún sé mjög gefandi og þroskandi... Nú er ég að fara heim til Brynju og við ætlum með Rögguló út á Nýhöfn að hitta skvísið hennar Brynju. Í dag er Sankt Hans dag og þá eru bál og solleis dótarí út um allar trissur. Við ætlum ekki langt vegna þess að við þurfum jú að vakna fyrir allar aldir...

Svo er það bara Roskilde Festival i morgen. Vúúúúííííí!!! Meira um það seinna.

Oh, ég er að hlusta á I will með Radiohead... gæsahúð... hlustið á lagið og lærið að elska!!!

Engin ummæli: