Queen size city here I come!
Jæja, já. Kamilla litla bara komin með risa rúm. Þannig er mál með vexti að Alexander tók ekki bara græjurnar, örbylgjuofninn og ristavélina heldur líka annað rúmið af tveimur á þessu heimili... Þannig að ég svaf á illa lyktandi dýnu í nótt, íjúúúú. Ég og Martin þurftum auðvitað að redda þessu og fórum inn á dba.dk til að finna notað rúm. Nú hugsa þeir sem þekkja mig vel: "Bíddu, bíddu! Kamilla sofandi í rúmi sem einhver annar en nánasta fjölskylda og vinir (og ótal elskhugar... hahahahahah. Sorry, mamma og pabbi! Gekk ég alveg fram af ykkur núna?) hefur sofið í. Det stemmer ikke!" Alla vega, þetta sama hugsaði ég nema bara í fyrstu persónu eintölu. En ég ákvað að tékka á þessu. Hringdi í einn gaur í morgun og ákvað að skoða rúmið hjá honum. Martin reddaði bíl úr vinnunni og við fórum af stað. Soldið stress í bland við smá ógeðstilfinningu við að fara að skoða notað rúm. Svo var þetta bara svona fínt fólk og ekkert ógeðslegt. Ungt par sem á von á barni, voða næs. Og rúmið alveg huge. Það kemst varla annað fyrir í herberginu mínu sem er bara allt í lagi vegna þess að ekki ætla ég að hanga þar í allt sumar. Hey, gleymdi að segja frá því besta... Rúmið kostaði bara 200 kr. danskar. Alveg hreint stórkostlegt. Meira segja átti það að kosta 250 kr. en ég ruglaðist og sagði 200 kr. og gaurinn bara já, ókey... Kamilla bargain master!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli