Ú, beibí, beibí, summer is here
Jess, siree bob, það er ljúft veður í dag. Fór niður í bæ og hitti Önnu Pálu. Við rápuðum í búðir og keyptum eitthvað smotterí, m.a. forláta lampa í nýja herbergið mitt. Martin er nebbla kominn heim, Alexander fluttur út og ég komin í nýtt herbergi. Líður samt eins og ég hafi verið að skilja vegna þess að Alexander tók græjurnar, örbylgjuofninn og ristavélina. Áður en Martin kom heim þurfti ég þ.a.l. alltaf að hlusta á músík í tölvunni minni, ekki gott. Það er eins og að hlusta á fólk spila og syngja inni í kassa. Minnir mig á það þegar ég var barn. Þá hélt ég lengi vel að hljómsveitirnar væru innan í hátölurunum. Horfði stundum inn í hátalarana og get svo svarið það að stundum sá ég böndin. Soldið brenglað barn...
Alla vega, ég og Anna Pála höfðum það næs í bænum í sólinni. Gott ef ég fæ ekki bara nokkrar freknur eftir daginn:-) Sátum á Gammel Torv og fengum okkur bjór. Þá hef ég formlega drukkið fyrsta bjórinn að degi til hér í Danmörku. Víííí! Núna er ég komin heim. Skrapp í Superbrugsen og keypti mér jarðaber og nýjasta Eurowoman. Ætla að sitja aðeins á svölunum og hlusta á maestro Bob Marley. Mér finnst hann alveg vel við hæfi í sólinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli