11.5.2003

Helgin búin

Jæja, þá er önnur helgin mín í Danmörku liðin. Smá útdráttur:
Föstudagur
Ég og Ulla fórum í partý sem hönnunarskólinn, arkitektaskólinn, kvikmyndaskólinn og leiklistarskólinn héldu. Þetta var haldið á stað sem heitir Holmen þar sem arkitektaskólinn er. Þetta var stærsta partý sem ég hef á ævi minni farið í. Það voru örugglega nokkur þúsund manns þarna. Það kostaði 100 kr. inn og matur fylgdi. Partýið skiptist í fullt af sölum. Það var hip hop salur, afslöppunarsalur, karoke og alls konar dótaríi. Ótrúlega skemmtilegt. Við vorum þarna í sjö tíma og sjaldan hef ég séð eins mikið samansafn af sætum gæjum. Úíííííí!
Laugardagur
Fór út að borða með Björk, Guggu og Sigrúnu, vinkonu Bjarkar. Við fórum á stað sem heitir SuperGale. Mjög flottur staður. Svo ætluðum við í kosningapartý hjá einhverju fólki. Þetta var ekki bara eitthvað fólk heldur Hildur og Bjarki, vinir hennar Rúnar. Ég vissi ekki hvert við vorum að fara fyrr en á SuperGale þannig að þetta kom skemmtilega á óvart. Hildur og Bjarki vissu ekki heldur að ég væri að koma til þeirra þannig að það voru fagnaðarfundir þegar við komum til þeirra. Við horfðum á kosningasjónvarp RÚV á netinu og vorum ekki beint ánægð með niðurstöðu kosninganna... en það er annar handleggur. Það eru greinilega engar breytingar í nánd:-( Ég fékk aðeins of mörg staup af íslensku brennivíni... venjulega myndi ég ekki snerta þennan óþverra en það virðist vera annað upp á teninginn þegar maður er í útlöndum:-/

Æ, ég er mygluð. Don't nenn blibbing anymore...

Engin ummæli: