27.5.2003

Líf mitt sem Kamilla er tíðindalítið

Er að reyna að horfa á 24 með Martin en þetta er hreinlega of ógeðslegt fyrir minn smekk. Blóð og morð og blóð og slagsmál og blóð og meira blóð. Núna eru samt einungis 17 dagar þangað til ég og Ingi Þór, ástkær systkinin, munum hittast á ný. Þá verður sko kátt í höllinni. Ég er búin að díla við Martin um að Ingi Þór fái að gista. Ég held að allt sé skárra en þegar Alexander og kærastan hans voru hjá okkur eina helgina. Þau voru að fara í brúðkaup og þá þurfti auðvitað að klippa lubbann á Alexander. Það var þá gert yfir baðinu en ekki þrifið eftir á. Ég rak upp skaðræðisöskur þegar ég kom inn á bað og sá eitthvað sem líktist litlu loðnu dýri við hliðina á Christian Dior andlitsgelinu mínu (!). Martin, sem er álíka pempía og ég, kom hlaupandi inn á baðherbergi og sá Kamillu litlu skjálfandi úti í horni... Ég er samt alltaf að spá í því hvað ég er heppin með íbúð. Stórt baðherbergi með baði, stórar svalir og you name it. Vinkonur Brynju búa nefnilega í íbúð með ansi skrítinni sturtu. Þær þurfa að standa úti á miðju eldhúsgólfi með bala og svo er risastór plasthólkur sem þær þurfa að standa inn í, ligesom en gigantisk kondom... Svo er bara að sturta sig... Crying game all over again. Minnir mig bara á Regent Palace hótelið í London þegar ég og Helga gistum þar árið 1998. Þá þurfti maður að hringja niður í lobby til að fá að komast í sturtu. Strollandi upp kom tannlaus kona með handklæði og lyklana að hreinlæti... nema það að hreinlætið virtist vera andstæða alls þess sem hreint þykir. Kúkabrúnt baðkar og blöndunartæki sem rétt sprautaðist úr, maður þurfti hreinlega að hafa sig allan við að koma ekki við baðið á meðan maður reyndi að sturta sig... ekki girnó. Oh, ég ætla að fara að hugsa um eitthvað fallegt.

Engin ummæli: