Hvara' ske?
Ég, Ulla, Sabine og Brian fórum á Ske tónleikana í gær. Þeir voru mjög góðir, síðasta lagið fyrir uppklapp (veit ekkert hvað það heitir) var frábært og söngkona alveg rosa góð. Þar hitti ég hann Stjána, gest nr. 3000 og kærustuna hans. Hann býr bara rétt hjá mér og ég skulda honum ennþá bjór. Eftir tónleikana ákváðum við að fá okkur nokkra bjóra þarna á Stengade og hittum fyrir hljómsveitina Lesbian Lipstick (Nafngiftin tengist eitthvað pizzu sem þeir félagar fengu einhvern tímann. Don't ask me!). Gaurarnir voru eins og klipptir utan af plötuumslagi hjá Def Leppard eða Skid Row. Þeir voru í svaka stuði og ég verð að segja að söngvarinn hafi gerst aðeins of ágengur. Enga glysrokkara hér, takk!! Við hittum líka fyndnasta mann í heimi, Klaus. Hann og Andy Warhol - spitting image. Hann er með svona millisítt ljóst og blásið hár og fötin hans voru mjög mikið Warhol. Klaus kom með okkur á annan stað sem heitir Funk'en og þar dönsuðum við eða reyndum að dansa. Málið er hreinlega að Klaus var svo fyndinn dansari að við hin gátum ekki annað en grátið úr hlátri. Ég mun seint fyrirgefa sjálfri mér að hafa ekki verið með myndavél! Hreyfingarnar hjá manninum voru stórkostlegar og ekki skemmdi skrítna útlitið fyrir. Fæturnir hans fóru í allar áttir og svo klappaði hann og stappaði eins og óður maður. Stundum setti hann bolinn upp fyrir haus og dansaði þannig. Ég veit ekki hvernig þetta hljómar en þetta var gjörsamlega það fyndnasta sem ég hef séð og flestir sem voru á dansgólfinu eða sátu hjá því fylgdust með honum og hlógu. Svo þegar við kvöddum hann var eins og við værum að kveðja gamlan vin, kossar og knús en málið er að við hittum hann öll fyrst í gærkvöldi. That's Denmark for you (?).
Fórum í garðinn í gær, það var æðislegt. Fallegu fótboltastrákarnir voru þarna aftur og við nutum bara útsýnisins...
Ég og Ulla fórum á How to lose a guy in 10 days í fyrradag. Djöfull er hún fyndinn. Meira segja held ég að strákar hefðu gaman af henni, ekki svona chick flick mynd eins og hún virðist vera. Reyndar byrjaði hún soldið hallærislega. Ég sat í bíóinu og hugsaði "Ó, nei." Svo rættist bara svona svakalega úr henni og við erum ekkert að tala um að einstaka bros færðist yfir andlitið heldur roknahlátur út í gegn. Mér fannst ég bara hafa verið í svaka workouti eftir þetta, fyrir utan kílóið af nammi sem ég borðaði...
Ég er að fara að hitta mömmu hennar Hilmu í dag. Hún kemur með eitthvað af dóti fyrir mig. Vetrarföt og solleis, eitthvað sem ég þarf ekki alveg strax... Það verður gaman að hitta smá bút af henni Hilmu. Sakna þín, elskan og þín auðvitað líka, Jón Björn. Jæja, kids. I don't nenn this anymore! Kiss, kiss.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli