27.5.2003

...og sumarið hélt áfram í dag

Dagurinn fór í aðalvinnuna mína... sem er að liggja í garðinum... Ca. 19 stiga hiti og smá skýjað. Hitti Boga Jón, Ellert og Gísla vin þeirra. Það var gaman.

Brynja Dögg á afmæli á morgun og við ætlum með bjór í garðinn. Á fimmtudaginn er síðan Ske að spila á Stengade og við Ulla ætlum á þá tónleika. Loksins mun Ulla öðlast líf á ný. Hún er nebbla búin að vera að gera hópverkefni og á að skila því á morgun. Þess vegna hef ég ekki séð hana í soldinn tíma, ekki síðan á laugardaginn. Á föstudaginn veit ég ekki hvað ég geri en á laugardaginn er sko svaka svaka. Þetta kallast distortion party og er í gangi alla helgina en við ætlum á lokadótið. Við erum búnar að kaupa okkur miða í kampavínsbátinn(!). Í honum er frítt kampavín og músík og solleis. Þetta er svona tveggja tíma prógramm sem endar svo í einhverju lokapartýi á þurru landi. Sweet!

Sótti um vinnu á tveimur stöðum í gær. Samlokustöðum á Elmegade, vonandi kemur eitthvað út úr því.

Nenni ekki að blibba núna en Vala, ég elska þig, þú veist hvað ég meina;-)

Engin ummæli: