16.5.2003



Kim Wilde, ú beibí!

Já, Kim Wilde er að spila í Tivoli í kvöld og ég ætla að fara og hlusta á hana. Kids in America er auðvitað hrein snilld! Fer með Brynju Dögg og vinum hennar. Ætlum út að borða fyrst og skella okkur síðan á tónleika. INXS verða líka að spila þarna seinna í sumar. Ég varð voða spennt fyrst en mundi svo að Michael Hutchence aðalsprautan er dáinn þannig að spenningurinn var fljótur að fjara út.

Anyways, nenni ekki að blibba núna. Segi meira frá Kim Wilde seinna:-)

Engin ummæli: