14.5.2003

Atvinnuleysi no more

Ég held barasta að ég sé komin með vinnu. Hafði samband við Nordjobb í morgun og ég get farið að vinna sem heimahjálp. Þá mun ég hjóla á milli heimila gamals fólks, kaupa í matinn fyrir það og þrífa hjá þeim og svoleiðis. Þetta er alveg ágætt. Vinn frá 7.45 til 2 á daginn. Það er eiginlega það besta við það. Ég held ég fái um 1200 kr. tímann sem ætti að duga fyrir leigu og helstu nauðsynjum:-)

Hjólaði í Rúmfatalagerinn áðan og keypti lak á rúmið mitt og lítinn bala fyrir vikulegu fótaböðin mín. Allt hefur farið úr skorðum vegna þess að ég hef bara einu sinni farið í fótabað síðan ég kom hingað:-/ Nú mun það allt lagast!

Jæja, það er sól og ég er inni. Ekki góð blanda. Best að gera eitthvað! Ciao eða hej hej eins og tíðkast hér á landi!

Engin ummæli: