17.5.2003

Kim Wilde er væld

Þessir tónleikar voru alveg brill. Troðið Tivoli og Kim Wilde var ekki að ná sér yfir viðtökunum sem hún fékk. "You are such a great audience. I'll never forget this!" Við vorum reyndar ekki alveg við sviðið en sáum samt mjög vel. Stóðum ofan í risa blómapotti og dönsuðum og dönsuðum. Þegar hún tók Set me free (why don't you, babe... you just keep me hanging on) varð allt vitlaust. Svo sagði hún bara bæ og fór af sviðinu nema það að hún var auðvitað klöppuð upp og þá tók hún Kids in America. Æði!!!!! Og hún tók það ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Þannig að Kim Wilde er enn í roknastuði þrátt fyrir að vera á fimmtugsaldri. Algjör gella í leðurpilsi og leðurjakka.

Eftir tónleikana fórum við á Ideal Bar og dönsuðum frá okkur allt vit. Táslurnar mínar voru allar útataðar í mold þegar ég vaknaði í morgun:-/ Tími fyrir fótabað...

Í kvöld er það dinner hjá Önnu Pálu í Herlev. Hún er með svaka steik. Það verður ljúft! Ég ætla m.a.s. bara að gista hjá henni og Guðna Ívari. Við munum hafa það náðugt.

Hey, eitt einn. Vann 15.000 í happdrætti HÍ. Það setur smá delay á monningaáhyggjur. Stóri vinningurinn er síðan ekki langt undan. I feel it in my bones!!!!

Engin ummæli: