1.6.2003

Komiði með kampavínið

Gærkvöldið var án efa eitt það besta sem ég hef upplifað. Yndislega veður, bátur og kampavín. Við tókum strætó út á Christianshavn og röltum í Loftkastalann. Þar var bar og músík og sandur. Við sátum á strandstólum í sandinum og drukkum bjór. Loftkastalinn er blanda af skemmtistað, veitingastað og gistiheimili. Það er hægt að gista þar fyrir 200 kr. danskar. Fullt af kojum, gervigras, útistólar og borð og auðvitað danski fáninn. Hann er auðvitað plasteraður yfir allt hér í Danmörku. Við melduðum okkur við partýhaldarana og fengum stimpil á höndina; this is a moving exhibition. Svo sátum við aðeins þarna og skoðuðum mannlífið áður en báturinn fór af stað. 110 manns, kampavín og músík í einum bát. Þetta var frábært. Við sigldum út um allar trissur, fórum meira að segja niður í bæ. Alls staðar sem við sáum fólk var veifað og kallað. Þetta var svona tveggja tíma löng bátsferð og sjúklega gaman allan tímann. Við enduðum í risastórri skemmu við Refshalevej þar sem partýið var haldið. Þar var músík, fallegt fólk og rosa gaman. Við dönsuðum og dönsuðum. Í endann var músíkin samt orðin soldið einhæf og leiðigjörn þannig að við ákváðum að fara heim. Það var hægt að fara með bát upp á Nyhavn en við ákváðum að rölta og reyna að finna leigubíl. Það var nú aðeins meira að segja það. Ég held að við höfum labbað svona 2 km áður en við fórum að sjá vott af siðmenningunni. Við vorum sem sagt lengst upp í sveit... Á endanum, fyrir algjöra heppni, fundum við leigubíl en það voru sko margir að leita sér að bíl. Svo var það bara heim að hrjóta.

Engin ummæli: