Ég eignaðist lítinn frænda í nótt. Ásdís og Stebbi voru að eignast lítinn strák. Lítinn rauðhærðan engil fæddan á degi verkalýðsins:-)
Á morgun fer ég að skrá mig inn í landið og fá kennitölu og svoleiðis. Svo þarf ég að gera þetta helv verkefni í ljósvakamiðlun. Um kvöldið ætlum við út að borða á víetnamskan stað og svo förum við á opnun á einhverri sýningu.
Núna gisti ég í herbergi Martins, gaursins sem ég mun búa með en Alexander er að flytja út og ég fæ herbergið hans. Það er frekar lítið en ég mun gera það voða kósý. Ragnheiður Ösp gaf mér rauða ljósaseríu sem ég tók með mér til DK. Eins gott bara að ég setji hana ekki í gluggann hjá mér. Þá yrði voðinn vís:-/
Jæja, ZZZZzzzzz....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli