1.5.2003

Það hefur rignt geðveikt mikið í dag. Venjulega eru rosa hátíðarhöld og Fælledparken fullur af fólki en í dag voru 10.000 manns miðað við 75.000 í fyrra. Ég fór í morgunmat til Ullu og Esben í morgun. Allir vinir hans komu líka og við borðuðum pönnukökur, hrærð egg, melónur og vínber. Mjög ljúft. Vinir Esben eru mjög fínir og ég hlakka til að kynnast þessu fólki betur.

Við löbbuðum helling um hverfið í gær og það er allt til alls hérna. Vonandi get ég fengið vinnu á einhverju kaffihúsi hér í grenndinni. Það er alla vega fullt af þeim hérna.

Ég er með rosalegt kvef. Hef aldrei verið eins nefmælt.

Æ, ég er e-ð svo stífluð að ég get ekki hugsað. Skrifa meira seinna...

Engin ummæli: