13.5.2003

Fyrsta almennilega kvöldmáltíðin

Ó, jess. Fór í mat til Mumma, Mædu og Sölku í Herlev í kvöld. Það var svoooo ljúft. Frábært að fá almennilegan mat. Fékk meira að segja ís í eftirrétt. Svo verð ég að segja að hún Salka er sætasta frænka mín (á reyndar margar ofsa sætar):-) Sjáið hana bara. Alveg gætu þessi augu fengið mig til að gera allt fyrir þessa skottu.

Oh, ég er þreytt! Búin að éta yfir mig.

Víííí! Brynja Dögg kemur til Köben á morgun. Þá verður sko farið að pæjast. Hún verður nebbla hér í allt sumar. Það verða sko haldin uberchicknachts á danska vísu:-)

Engin ummæli: