12.5.2003

Stefnumótafár

Martin sem ég bý með sagði mér leyndarmál í gær sem ég ætla að segja ykkur. Hann var að skrá sig á stefnumótavef sem heitir dating.dk. Setti inn mynd og allt og er búinn að fá svaka viðbrögð enda alls ekki ómyndarlegur maðurinn. Hann er einmitt að fara að hitta eina í kvöld. Svo á ég að vera svona dómari ef hann kemur með þær heim. Já, ég á líka að stoppa hann af ef hann tapar sér í þessu stefnumótadóti... gæti orðið erfitt. Hmmm.

Það rigndi svo mikið í dag að ég fór ekkert á stúfana í leit að vinnu. Ekki beint impressive að koma hundblaut með lekandi maskara eða eitthvað álíka og biðja um vinnu. Sérstaklega ef það er ekki hægt að gera það á almennilegri dönsku. Ég og Ulla ætlum að tékka á svona vikar fyrirtækjum á morgun. Þetta er svona eins og bandarísk temp þjónusta. Það gæti orðið fínt. Þá ræður maður hvað maður vinnur mikið. Gallinn er hins vegar sá að maður er líklega aldrei að vinna á sama staðnum sem yrði líklega soldið erfitt fyrir mitt skipulagða sjálf.

Jæja, klukkan er átta. Ég er svöng. Stevie syngur ...love's in need of love today...

Engin ummæli: