9.4.2003

Sjáiði hvað hann Daníel frændi minn var að senda mér. Ég er alveg týpan í svona dagatöl. Miss April... hahaha. Hann er líka með svaka flotta heimasíðu, drengurinn, aðeins 16 ára gamall. Ekki það að aldur sé mælikvarði á góðar heimasíður. Ég er nú 23 ára gömul og á án efa ljótustu heimasíðu í heimi. Ekki segja neinum samt;-)

Gugga og Petra komu til mín í gærkvöldi og við borðuðum grillaðan kjúlíus úr Melabúðinni. Mjög ljúft. Gláptum síðan á imbann og gerðum ekki neitt...

Lífsspá næstu daga: Tíðindalaust fram eftir viku. Þó mun færast líf í tuskurnar er nálgast helgi. Þá kemur helgarpúkinn og tekur öll völd, aldrei þessu vant. Föstudagurinn mun að öllum líkindum verða rólegur. Hápunktar verða líklega þvottavélin og þurrkherbergið. Laugardagurinn mun verða helgaður Kolaportinu, lífsbjörg fátæka námsmannsins og laugardagskvöldið ber í skauti sér matarboð á hæstu hæðum í Kópavogi.

Engin ummæli: